

Mánuður 61
Ég, Sigurgeir, kom til landsins kvöldið 27. nóvember, rétt mátulega til þess að ná nóvemberskíðun. Þar sem að þessir síðustu dagar nóvember voru virkir dagar var löngu ljóst að Pétur og Aron kæmust ekki með mér í þessa skíðaferð. Það var ansi lítill snjór á suðurlandinu og ekki um margar brekkur að velja til að skíða í, sem var ansi gremjulegt því á sama tíma var snjódýptin á Akureyri komin yfir 100 cm. Mér tókst að plata hana Kötu vinkonu mína til að skreppa með mér í bíltúr