

Mánuður 56
18. Júní 2018 Bláfell á Kili Vegna ferðalaga og sumarfría á mismunandi stöðum hér og þar um heiminn þá var 18. Júní eini dagur mánaðarins sem allir komust saman í skíðaferð. Það var ansi blautt í borginni þegar við rúlluðum af stað en það virtist vera örlítið bjartara yfir austan við fjall. Hugmyndin í upphafi var að reyna að finna snjó ofanvið Laugarvatn, jafnvel í hlíðum Hlöðufells, Högnhöfða eða þar í kring. Vegurinn upp að Hlöðufelli var ennþá lokaður vegna aurbleytu og s