

Mánuður 60
Sippi Hlíðarfjall 5. Október 2018 Því miður náðum við félagar ekki að skíða allir saman í þessum merkilega mánuði, mánuðinum sem að lokar fimmta árinu. Sigurgeir skíðaði í Hlíðarfjalli 5. október en Aron og Pétur í Bláfjöllum nokkrum dögum seinna. Hér fyrir neðan er stutt lýsing frá skíðaferð í Hlíðarfjalli. Eins og áður hefur komið fram þá er ég, Sigurgeir (Sippi), fluttur af landinu í tæpt ár. Er búsettur í Edinborg í Skotlandi á meðan hún Jóhanna mín er í framhaldsnámi. Ég